Fátœk ríkmenni og ríkir fátœklingar
Hér koma völd auðsins í ljós. Áhrif fégirndarinnar á mannshugann er næstum lamandi. Auðæfi blinda og fá marga sem þau eiga til að hegða sér eins og þeir væru sneyddir skynsemi. Þeim mun meira sem þeir hafa af þessa heims gæðum, þeim mun meira langar þá í. Ótti þeirra við að verða þurfandi eykst með auðlegð þeirra. Þeir hafa hvöt til að safna að sér efnum fyrir framtíðina. Peir eru nískir og eigingjarnir og óttast að Guð muni ekki sjá fyrir þeim. Þeir sem eru í þessum hóp eru sannarlega fátækir gagnvart Guði. Þegar auðæfi þeirra hafa safnast fyrir, hafa þeir sett traust sitt á þau og hafa glatað trausti sínu á Guði og loforðum hans.RR 85.4
Hinn dyggi fátæklingur sem treystir Guði verður ríkur gagnvart Guði með því að nota viturlega það litla sem hann hefur til að blessa aðra. - R&H 15. jan. 1880.RR 86.1