Astœða fyrir andstreymi
Margir þeirra sem játa kristna trú hugsa vel um sjálfa sig og uppfylla allar ímyndaðar þarfir sínar, en gefa þörfum málefnis Guðs engan gaum. Peir hafa talið það vera sinn hag að ræna Guð með því að halda öllu, eða eigingjörnum hluta, af gjöfum hans fyrir sjálfa sig. En þeir verða fyrir tjóni í stað þess að hagnast. Stefna þeirra leiðir til þess að haldið er aftur miskunn og blessunum. Vegna síns eigingjarna og fégjarna anda hafa margir glatað miku. Hefðu þeir af fullum og frjálsum vilja viðurkennt kröfur Guðs og uppfyllt kvaðir hans, myndu blessanir hans hafa komið í ljós í auknum afurðum jarðarinnar. Uppskeran hefði orðið meiri. Séð hefði verið nægilega fyrir þörfum allra. Þeim mun meira sem við gefum, þeim mun meira öðlumst við. - R&H 8. des. 1896.RR 55.1