Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Að gefa í eigingjörnum tilgangi

  Á mannamótum játenda Krists kastar Satan trúarskikkju yfir blekkjandi skémmtanir og vanhelgar svallveislur til að gefa þeim blæ helgunar, og rödd samviskunnar er deyfð í huga margra vegna þess að fjármagni er safnað til að greiða útgjöld safnaðarins. Menn neita að gefa af elsku til Guðs; en af ást á skemmtunum og eftirlæti við matarlystina í eigingjörnum tilgangi, eru þeir reiðubúnir að láta af hendi fjármuni sína.RR 112.2

  Er þörf á að grípa til slíkra ráðstafana til að halda uppi söfnuðinum vegna þess að ekki sé neinn máttur í því sem Kristur sagði um góðgjörðarsemina eða í fordæmi hans eða í náð Guðs í hjartanu til að fá menn til að vegsama Guð með efnum sínum? . . .RR 112.3

  Það er hörmuleg staðreynd að íhugun varðandi helg og eilíf málefni hefur ekki mátt á borð við hinar freistandi mútur hátíðahalda og almennra skemmtana til að opna hjörtu þeirra sem játa og fylgja Kristi til að færa frjálsar gjafir fagnaðarerindinu til stuðnings. Það er sorglegur veruleiki að þessar hvatningar skuli duga þegar helgir og eilífir hlutir hafa engan mátt til að hafa áhrif á hjartað til að taka þátt í góðgerðarstarfsemi.RR 112.4

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents