Fimmti Hluti—Ráðsmenn auðœfa
Kafla 28—Auðœfi eru talentur sem okkur er treyst fyrir
Fylgjendur Krists eiga ekki að fyrirlíta auðæfi; þeir eiga að líta á auðæfi sem talentur sem Drottinn treystir mönnum fyrir. Með viturlegri notkun gjafa hans, geta þeir öðlast eilífan hagnað, en við eigum að hafa í huga að Guð hefur ekki gefið okkur auðæfi til að nota eins og okkur sjálfum sýnist, til að láta eftir skyndihvötum, til að láta af hendi og halda í eins og okkur þóknast. Við eigum ekki að nota auðæfi í eigingjörnum tilgangi og helga þau einfaldlega okkar eigin ánægju. Slík stefnajnyndi ekki vera rétt gagnvart Guði eða gagnvart meðbræðrum okkar og myndi að lokum eingöngu færa með sér öngþveiti og vandamál . . .RR 78.1
Hvers vegna er það að auðæfi eru kölluð ranglátur Mammon? Það er vegna þess að Satan notar veraldlega fjársjóði til að flækja, svíkja og tæla sálir til að koma í kring eigin tortímingu sinni. Guð hefur gefið leiðbeiningar varðandi hvernig þeir eigi að úthluta gjöfum til hans til að bæta þarfir mannkynsins, að efla málefni hans, að byggja upp ríki hans í heiminum, að senda trúboða inn í fjarlæg svæði, að útbreiða þekkinguna á Kristi til allra hluta heimsins. Ef efnin sem Guð treystir okkur fyrir eru ekki notuð á þennan hátt, mun Guð þá ekki vissulega dæma fyrir slíka hluti? Sálir farast afskiptalaust í syndum sínum á meðan safnaðarmeðlimir sem segjast vera kristnir nota helgaða fjármuni Guðs til að láta eftir vanheilögum löngunum - til að láta undan sjálfinu.RR 78.2