Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Greinileg breyting frá dögum Gyðinga

  Fyrsta úthlutun allra tekna okkar ætti að vera til Guðs. Í því gjafakerfi sem lagt var á Gyðinga, var krafist af þeim að þeir annað hvort færðu Drottni frumgróða allra gjafa hans, hvort sem um væri að ræða aukningu í sauðaeða nautgripahjörðum þeirra, eða í afurðum akra, aldingarða eða víngarða þeirra, eða að þeir kæmu með andvirði þessa. Hversu mikil breyting er orðin á í dag! Kröfur og tilköll Drottins eru látin bíða þar til síðast, ef þeim er veitt nokkur athygli á annað borð. Samt þarfnast starf okkar tífallt meiri efna en Gyðingarnir þörfnuðust.RR 42.4

  Ef lögmálið krafðist tíunda og fórna fyrir þúsundum ára, hversu miklu mikilvægari eru þær ekki nú! Ef hinir ríku og fátæku áttu að gefa upphæð í hlutfalli við eigur sínar, í hagkerfi Gyðinganna, er það tvöfalt mikilvægara nú. - 4 T 474.RR 43.1

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents