Miskunn er vottur um samband okkar við Guð
Guð veitir okkur blessanir sínar svo við getum fengið öðrum. Og svo lengi sem við bjóðum okkur fram sem rásir er kærleiki Guðs geti streymt gegnum, mun hann nýta þessar rásir. Þegar þú biður Guð um þitt daglega brauð, lítur hann beint í hjarta þitt til að sjá hvort þú munir færa það sama öðrum, sem eru meira þurfandi en þú ert. Þegar þú biður: “Guð, vertu mér syndugum líknsamur,” gætir hann að til að sjá hvort þú munir sýna miskunn þeim sem þú hefur samfélag við. Þetta er það sem ber vott um samband okkar við Guð - að við erum miskunnsöm eins og faðir okkar á himnum er miskunnsamur. - R&H 27. júní 1893.RR 92.1