Sjöundi Hluti—Auðœfi heiðingjanna
Kafla 36—Greiðvikni ber að þiggja engu síður en veita
Svo lengi sem við erum í þessum heimi og Andi Guðs býr í heiminum, eigum við að þiggja greiðvikni engu síður en að veita. Við eigum að gefa heiminum ljós sannleikans eins og hann er framsettur í Heilagri ritningu og við eigum að veita viðtöku frá heiminum því sem Guð leiðir menn til að gera í þágu málefnis síns. Drottinn hefur ennþá áhrif á hjörtu konunga og stjórnenda í þágu lýðs síns, og það sæmir ekki þeim sem eru svo mjög áhugasamir varðandi trúfrelsi, að slá hendinni á móti greiðvikni og halda sér frá þeirri hjálp sem Guð hefur leitt menn til að veita málefni hans til framgangs.RR 102.1
Við finnum dæmi í orði Guðs sem fjalla einmitt um þetta mál. Cyrus, Persakonungur, gaf út yfirlýsingu um allt sitt ríki og skrásetti hana: “Öll konungsríki jarðarinnar hefur Drottinn, Guð himnanna, gefið mér, og hann hefir skipað mér að reisa sér musteri í Jesúsalem í Júda. Hver sá meðal yðar, sem tilheyrir gjörvallri þjóð hans, með honum sé Guð hans, og hann fari heim til Jerúsalem í Júda og reisi musteri Drottins, Ísraels Guðs. Það er sá Guð, sem býr í Jerúsalem. Og hvern þann sem enn er eftir, á sérhverjum þeim stað þar sem hann dvelst sem útlendingur, hann skulu menn á þeim stað styrkja með silfri og gulli og lausafé og kvikfénaði, auk sjálfviljagjafa til Guðs musteris í Jerúsalem.” Esra 1, 2-4. Annað boð var gefið út af Daríusi um byggingu húss Drottins og er skráð í sjötta kafla Esrabókar.RR 102.2
Drottinn Guð Ísraels hefur fengið hinum vantrúuðu efni í hendur, en þau á að nota fyrst og fremst til að framkvæma þau störf sem nauðsynlegt er að framkvæma fyrir fallinn heim. Þeir erindrekar sem þessar gjafir koma í gegnum, kunna að opna leiðir sem hægt er að hagnýta fyrir sannleikann. Þeir hafa ef til vill enga samúð með starfinu, enga trú á Krist og fylgja ef til vill ekki orðum hans, en það á ekki að hafna gjöfum þeirra á þeim forsendum . . .RR 102.3
Mér hefur oft verið sýnt að við kynnum að fá meiri stuðning en við gerum á mörgum sviðum, ef við leituðum til manna sem búa yfir visku og kynntum þeim starf okkar. Það eru forréttindi okkar að fá þá til að leggja verki Guðs lið. - TM 202, 203.RR 103.1