Framtíðarörlög í veði
Hvernig geta húseignir og landeignir jafnast að verðgildi á við sálir sem Kristur dó fyrir? Það er hægt að frelsa þessar sálir, kæru bræður og systur, ásamt ykkur inn í ríki dýrðarinnar, með ykkar aðstoð; en þið getið ekki tekið með ykkur þangað hinn minnsta hluta af jarðneskum eigum ykkar.RR 117.1
Það er sama hve mikið þið komist yfir og hversu dyggilega þið leggið ykkur fram við að gæta þess; boð kunna að koma frá Drottni og á nokkrum klukkustundum gæti eldur, sem engin leikni fengi ráðið við, lagt í rjúkandi rústir allt sem þú hefur safnað að þér á allri lífstíð þinni. Ef til vill eyðir þú öllum hæfileikum þínum og orku í að safna fjársjóðum á jörðu; en hvað mun það gagna þér þegar líf þitt endar eða Jesús birtist? Eins mikið og þú hefur verið upphafinn hér af veraldlegum heiðri og auð á kostnað andlegs lífs, svo miklu lægra munt þú sökkva í siðgæðislegu gildi frammi fyrir dómstól hins mikla dómara. “Hvað stoðar það manninn, að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni?”RR 117.2
Hversu hamingjusamir þeir munu verða sem, eftir að hafa tekið þátt í starfi hans, verður leyft að taka þátt í gleði hans! - R&H 23. júní 1885.RR 117.3