Eina leiðin til að sýna þakklœti
Drottinn þarfnast ekki fórna okkar. Við getum ekki gert hann ríkan með gjöfum okkar. Sálmaskáldið segir: “Allt kemur frá þér, og af þínu eigin höfum við gefið þér.” Samt sem áður leyfir Guð okkur að sýna þakklæti okkar fyrir náðargjafir hans með því að við leggjum eitthvað á okkur af sjálfsfórnaranda til að aðrir njóti gjafa hans. Þetta er eina leiðin sem okkur er möguleg til að sýna þakklæti okkar og elsku til Guðs. Hann hefur ekki látið okkur neina aðra leið í té. - R&H 6. des. 1887.RR 12.5