Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Tjón vegna skorts á erfðaskrá

  Oft kemur fyrir að athafnasamur kaupsýslumaður verður bráðkvaddur og rannsókn leiðir í ljós að fyrirtæki hans reynist vera í mjög vandasömu ástandi. Þegar lögfræðingar gera tilraun til að ganga frá eignum hans, étur lögfræðikostnaðurinn upp stóran hluta eignanna, ef ekki allan, og kona hans og börn og málefni Guðs eru rænd. Þeir sem eru dyggir ráðsmenn efna Drottins munu vita nákvæmlega hvernig fyrirtæki þeirra stendur og munu sem vitrir menn, vera viðbúnir hvaða neyðarástandi sem er. Ef náðartími þeirra endar með skjótum hætti, skilja þeir ekki eftir sig svona stórar flækjur fyrir þá sem beðnir eru um að ganga frá eignum þeirra.RR 169.4

  Margir gera engar ráðstafanir varðandi gerð erfðaskrár meðan þeir njóta sýnilegrar heilsu. En þessa varúðarráðstöfun ættu bræður okkar að gera. Þeir ættu að þekkja fjárhagsstöðu sína og ættu ekki að leyfa fyrirtæki sínu að lenda í óreiðu. Þeir ættu að koma fyrirtækinu í það horf, að þeir geti yfirgefið það hvenær sem er.RR 169.5

  Erfðaskrár ætti að gera þannig úr garði að þær standist frammi fyrir lögum. Eftir að þær hafa verið gerðar, má vera að þær standi ósnertar í mörg ár, án þess að valda neinum skaða, ef framlög eru áfram veitt af og til eftir þörfum málefnisins. Dauðinn mun ekki koma einum degi fyrr, bræður, þó þið hafið gert erfðaskrár ykkar. Verið viss um að gleyma ekki málstað Guðs, þegar þið látið eignir ykkar af hendi við ættingja ykkar. Þið eruð erindrekar hans og hafið eignir hans undir höndum, og tilkall hans ætti að vera efst á blaði hjá ykkur. Eiginkona og börn ættu auðvitað ekki að vera eftirskilin í örbirgð; gera ætti ráðstafanir varðandi þau, ef þau eru þurfandi. En færið ekki í erfðaskrána, bara af því að það er venja, langan lista af ættingjum sem ekki eru þurfandi.RR 170.1

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents