Áhugi Guðs á mannfjölskyldunni
Eigandi allra jarðneska fjársjóða kom til okkar heims í mannlegu formi. Orðið varð hold og bjó með oss. Við getum ekki gert okkur grein fyrir hversu djúpur áhugi hans á mannfjölskyldunni er. Hann þekkir gildi hverrar sálar. Hvílík sorg þjáði hann þegar hann sá sinn keypta arf heillast af uppfinningum Satans.RR 79.4
Hin eina ánægja sem Satan hefur af að leika á skákborði lífsins um sálir mannanna er fullnægingin sem hann hefur af að særa Krist . . . Hvílík alvarleg synd það er, að menn vilja ekki taka sönsum og skilja hversu heimskulegt það er að leyfa óhóflegri ást á jarðneskum hlutum að ryðja kærleika Guðs úr hjörtum sínum. Þegar kærleikur Guðs er tekinn á brott, streymir ást til heimsins fljótlega inn til að fylla tómið . . .RR 79.5