Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafla 22—Frœðsla frá prestum og embœttismönnum safnaðarins

    Þeir sam fara út sem prestar hafa alvariega ábyrgð sem er undarlega vanrækt. Sumir hafa ánægju af að prédika en leggja ekki persónulegt starf í söfnuðinn. Mikil þörf er á leiðbeiningum varðandi skuldbindingar og skyldur til Guðs, sérstaklega með tilliti til greiðslu heiðarlegrar tíundar. Prestar okkar myndu verða sárlega móðgaðir ef þeim væri ekki greitt á tilteknum tíma fyrir störf sín; en vilja þeir hugleiða að það verður að vera til fæðsla í fjárhirslu Guðs til að halda uppi starfsmönnum. Ef þeir vanrækja að gera alla skyldu sína í að mennta fólkið til að vera trúverðugt í að greiða til Guðs það sem honum tilheyrir, mun verða skortur á efnum í fjárhirslunni til að bera uppi starf Drottins.RR 63.4

    Eftirlitsmaður hjarðar Guðs ætti að framkvæma skyldur sínar trúverðuglega. Ef hann tekur þá afstöðu að hann muni láta aðra um að gera eitthvað sem ekki er honum geðfellt, er hann ekki dyggur starfsmaður. Hann skyldi lesa í Malakí orð Drottins þar sem hann sakar fólkið um rán gagnvart Guði í því að halda tíundinni. Hinn mikli Guð lýsir yfir: “Mikil bölvun hvílir yfir yður.”Ml 3.9. Þegar sá sem þjónar í orði og kenningum sér fólkið taka stefnu sem mun færa þessa bölvun yfir það, hvernig getur hann þá vanrækt skyldu sína í að gefa þeim leiðbeiningar og viðvaranir? Hverjum safnaðarmeðlim ætti að kenna að vera dyggur í að greiða heiðarlega tíund. - 9 T 250, 251.RR 64.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents