Áttundi Hluti—Rétt hugarfar að baki þóknanlegum gjöfum
Kafla 39—Hin rétta hvöt í allri þjónustu
Á dögum Krists voru farísearnir stöðugt að reyna að vinna sér hylli himinsins til að tryggja sér veraldlegan heiður og velsæld, sem þeir álitu vera laun dyggðarinnar. Þeir höfðu einnig hátt um mannúðarverk sín til að draga að sér athygli fólksins og fá á sig það orð að vera helgaðir.RR 108.1
Jesús fordæmdi oflátungshátt þeirra og lýsti yfir, að Guð viðurkenni ekki slíka þjónustu og að smjaður og aðdáun fólksins, sem þeir sóttust svo ákaft eftir, væru hin einu laun sem þeim myndi nokkurn tíma hlotnast. “En þegar þú gefur ölmusu, þá viti vitnstri hönd þín ekki hvað hægri hönd þín gjörir, til þess að ölmusa þín sé í leyndum, og faðir þinn, sem sér í leyndum, mun endurgjalda þér.” Mt 6. 3, 4.RR 108.2
í orðum Krists sjálfs kemur skýrt fram við hvað hann á - að í mannúðarstarfi ætti tilgangurinn ekki að vera að tryggja sér lof og heiður manna . . .RR 108.3
Með góðverkum sínum eiga fylgjendur Krists ekki að færa sjálfum sér dýrð, heldur honum sem gefið hefur þeim náð og mátt til að starfa . . .RR 108.4
Við eigum ekki að hugsa um laun, heldur þjónustu. - MB 120, 121.RR 108.5