Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Tilkall Guðs til okkar

    Guð á tilkall til okkar og alls sem við eigum. Tilkall hans er æðra sérhverju öðru tilkalli. Og sem viðurkenningu á þessu tilkalli biður hann okkur að láta sér í té ákveðinn hluta af öllu því sem hann gefur okkur. Tíundin er þessi tiltekni hluti. Samkvæmt fyrirmælum Drottins var hún honum helguð frá fyrstu tímum . . .RR 45.1

    Þegar Guð leysti Ísrael frá Egyptalandi til að vera honum sérstakur fjársjóður, kenndi hann þeim að helga einn tíunda af eigum sínum til þjónustu musterisins., Þetta var sérstök fórn til sérstaks starfs. Allt sem eftir var af eigum þeirra var Guðs og átti að notast honum til dýrðar. En tíundin var sett til hliðar til að halda uppi þeim sem þjónuðu í musterinu. Tíund átti að færa af frumgróða alls ágóða, og ásamt gjöfum og fórnum sá hún fyrir nægum efnum til að halda uppi þjónustunni fyrir fagnaðarerindi þess tíma.RR 45.2

    Guð krefst einskis minna af okkur en hann krafðist af lýð sínum forðum. Gjafir hans til okkar eru ekki minni, heldur meiri, en þær voru til Ísraels áður fyrr. Þjónusta hans þarfnast, og mun alltaf þarfnast, efna. Hið mikla trúboðsstarf fyrir frelsun sálna á að halda áfram. Með tíundinni, ásamt gjöfum og fórnum, hefur Guð gert nægar ráðstafanir varðandi starf sitt. Hann ætlast til að séð verði algerlega fyrir þjónustu fagnaðarerindisins. Hann gerir tilkall til tíundarinnar sem sinnar eigin, og ávallt ætti að líta á hana sem helgaðan sjóð sem settur er í fjárhirslu hans til málefnis hans, til að efla styrk hans, til að senda boðbera hans til annarra svæða, jafnvel til ystu endimarka jarðarinnar.RR 45.3

    Guð hefur slegið eign sinni á alla hluti, bæði menn og eignir þeirra, því allt tilheyrir hönum. Hann segir: Ég á heiminn; alheimurinn tilheyrir mér, og ég krefst þess að þið helgið þjónustu minni frumgróða alls þess sem ég hefi með blessunum mínum látið ykkur falla í skaut . . . Hann krefst þessa framlags sem tákns um hollustu okkar við hann.RR 45.4

    Guð krefst aðeins þess sem er hans. Frumhlutinn tilheyrir Drottni og verður að notast sem fjársjóður sem okkur er falið að hafa umsjón með. Það hjarta sem er laust við eigingirni, mun vakna til meðvitundar um gæsku Guðs og kærleika og hrífast til hjartanlegs samþykkis um réttlæti krafa hans. - R&H 8.des. 1896.RR 45.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents