Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Ávöxtur þess að sœkjast eftir gróða

    Það er þessi aukna eftirsókn eftir peningum, sjálfselskan sem löngunin eftir ágóða fæðir af sér, sem deyðir andlegt líf safnaðarins og fjarlægir hylli Guðs frá honum. Þegar höfuðið og hendurnar eru stöðugt upptekin við að áforma og vinna að söfnun auðs, gleymast þær kröfur sem Guð og mannkynið gera til okkar.RR 14.3

    Ef Guð hefur blessað okkur með velmegun, á það ekki að leiða til þess að tími okkar og athygli beinist frá þeim sem gefur til þess sem hann hefur léð okkur. Gefandinn er meiri en gjöfin. Við erum verði keypt; við erum ekki okkar eigin. Höfum við gleymt, að endurlausn okkar var keypt fyrir óendanlegt verð? Er þakklætið dautt í hjörtum okkar? Blygðast menn sín ekki fyrir líf sjálfselskufullra þæginda og eftirlátssemi er þeir horfa á kross Krists? . . . Við njótum ávaxta af þessari óendanlegu sjálfsfórn, og samt, þegar framkvæma á eitthvert verk, þegar þörf er á fjármunum okkar til að styðja starf endurlausnarans í frelsun sálna, hörfum við undan skyldunni og biðjum um að við séum höfð afsökuð. Auvirðuleg leti, kæruleysislegt áhugaleysi og syndsamleg sjálfselska loka skynfærum okkar fyrir kröfum Guðs.RR 14.4

    Helgum tíma okkar og efni þjónustunni við Guð, svo við getum öðlast viðurkenningu hans og tekið við launum hans. - R&H 17. okt. 1882.RR 15.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents