Dirfskufull afneitun
“Mér skilst að þú boðir einnig að við ættum ekki að borga tíund. Bróðir kær, taktu skóna af fótum þér, því að staðurinn sem þú stendur á er heilög jörð. Drottinn hefur talað varðandi tíundargreiðslu. Hann hefur sagt: “Færið alla tíundina í forðabúrið, til þess að fæðsla sé til í húsi mínu” . . .RR 51.4
“Mjög nýlega hef ég öðlast beint ljós frá Drottni varðandi þetta mál að margir Sjöunda dags aðventistar væru að ræna Guð í tíund og gjöfum, og mér var greinilega opinberað að Malakí hafi sagt frá málinu eins og það sé í raun og veru. Hvernig dirfist því nokkrum manni jafnvel að hugsa í hjarta sínu að uppástungan um að láta ekki af hendi tíund og gjafir sé frá Drottni? Hvar hefur þú, bróðir, farið af rétta veginum? Ó, settu fætur þína aftur á beina veginn.” - TM 60.RR 52.1