Engin stéttaskipting í augum Guðs
Aldrei eigum við að vera köld og án samúðar, sérstaklega þegar við eigum samskipti við hina fátæku. Kurteisi, samúð og meðaumkun á að sýna öllum. Hlutdrægni hinum ríku í vil er Guði vanþóknanleg. Jesú er sýnd fyrirlitning þegar þurfandi börnum hans er sýnd fyrirlitning. Þau eru ekki rík af gæðum þessa heims, en þau eru kærleikshjarta hans kær. Guð viðurkennir engan mismun í mannvirðingu. Hjá honum er engin stéttaskipting. í augum hans eru menn einfaldlega menn, góðir eða slæmir. Á degi lokauppgjörsins mun staða, mannvirðing eða auður ekki breyta hársbreidd tilfelli nokkurs. Hinn alltsjáandi Guð mun dæma hvað þeir eru í hreinleika, í göfugmennsku og í kærleika til Guðs. - R&H 21. júlí 1910.RR 91.1