Kafla 6—Að prédika hagnýtar rœður
Að gefa til að uppfylla þarfir hinna heilögu og til framgöngu ríkis Guðs er að prédika hágnýtar ræður, sem bera vitni um, að þeir sem gefa hafa ekki öðlast náð Guðs til einskis. Lifandi fordæmi óeigingjarnrar lyndiseinkunnar, sem er í samræmi við fordæmi Krists, hefur mikil áhrif á menn . . .RR 19.4
Þeir sem lifa til að fullnægja löngunum sínum og eigingjörnum óskum, munu missa hylli Guðs og munu verða af hinum himnesku launum. Þeir bera heiminum vitni um, að þeir hafi ekki ósvikna trú og þegar þeir leitast við að veita öðrum þekkingu á yfirstandandi sannindum, mun heimurinn líta á orð þeirra sem hljómandi málm og hvellandi bjöllur. Sérhver skyldi sýna trú sína í verkum sínum ... - R&H 21. ág. 1894.RR 19.5