Kafla 57—Orð til hinna ungu
Margt mætti segja til hinna ungu varðandi forréttindi þeirra í að hjálpa málefni Guðs með því að læra hagsýni og sjálfsafneitun. Mörgum finnst að þeir verði að láta eftir sér ýmsan munað og, til þess að geta það, venja þeir sig á að lifa samkvæmt ítrustu möguleikum tekna sinna. Guð vill að við gerum betur í þessu tilliti . . .RR 150.3
Jafnvel þó unglingurinn sé fátækur, getur sá sem er iðinn og sparsamur lagt svolítið til hliðar fyrir málefni Guðs. Þegar ég var aðeins tólf ára, þekkti ég hvað það var að spará. Ásamt systur minni lærði ég vissa iðn, og jafnvel þó við ynnum ekki nema fyrir tuttugu og fimm centum á dag gátum við lagt til hliðar af þessari upphæð fyrir trúboðsstarf. Við spöruðum smám saman þangað til við höfðum þrjátíu dollara. Svo þegar boðskapurinn um að skjóta komu Drottins kom til okkar, ásamt beiðnum um menn og fjármuni, fannst okkur það forréttindi að afhenda föður okkar þessa þrjátíu dollara og biðja hann að fjárfesta þá í smáritum og bæklingum til að senda boðskap til þeirra sem voru í myrkri.RR 150.4