Ógoldin tíund er eign Guðs
Margir hafa vanrækt um langt skeið að eiga heiðarleg viðskipti við skapara sinn. Með því að vanrækja að leggja tíundina til hliðar í hverri viku, hafa þeir látið hana safnast fyrir þangað til hún er orðin að stórri upphæð, og nú eru þeir mjög ófúsir að gera upp hlutina. Þeir halda þessari ógoldnu tíund og nota hana sem væri hún þeirra eigin eign. En hún er eign Guðs, sem þeir hafa neitað að láta í fjárhirslu hans. - R&H 23. des. 1890.RR 59.2