Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Tjón vegna trúarskorts

    Söfnuðurinn getur ekki dregið úr hlutverki sínu án þess að afneita þar með meistara sínum. Samkomuhús verður að reisa á mörgum stöðum. Er það hagsýni að láta hjá líða að sjá fyrir tilbeiðslustöðum í borgum okkar þar sem endurlausnarinn geti mætt með fólki sínu? Ekki skyldum við láta að því liggja að okkur finnist of kostnaðarsamt að sjá á viðeigandi hátt fyrir móttöku hins himneska gests.RR 145.2

    Í byggingaráformum okkar þörfnumst við visku Guðs. Við ættum ekki að fara að óþörfu út í skuldir, en ég myndi segja að við þurfum ekki í öllum tilfellum að hafa í höndunum allar þær fjárhæðir sem þarf til að ljúka við byggingu áður en verkið er hafið. Oft verðum við að sækja fram í trú og vinna eins og mögulegt er. Það er vegna trúarskorts að við hljótum ekki uppfyllingu loforða Guðs. Við verðum að vinna, biðja og trúa. Við eigum að sækja fram stöðugt og einlæglega, treysta Drottni og láta á okkur skiljast að þjónn Guðs “daprast eigi og gefst eigi upp.” - R&H 7. sept. 1905.RR 145.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents