Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Köllun um helgaðar fjölskyldur

  Guð kallar á persónulegt starf hjá þeim sem þekkja sannleikann. Hann kallar á kristilegar fjölskyldur til að fara inn í sam- félög sem eru í myrkri og villu, að fara til erlendra staða, til að kynnast nýjum samfélögum og til að vinna viturlega og óþreytandi fyrir málefni meistarans. Til að svara þessu kalli verður sjálfsfórn að koma til.RR 34.5

  Á meðan margir bíða eftir að sérhverri hindrun verði rutt úr vegi, deyja sálir án vonar og án Guðs í heiminum. Margir, mjög margir, munu fara um heilsuspillandi svæði, til að öðlast þekkingu í vísindum og munu fara inn í lönd þar sem þeir telja sig geta áunnið sér viðskiptalegan hagnað; en hvar eru þeir menn og konur sem munu breyta um stað, og flytja fjölskyldur sínar inn í landsvæði sem þarfnast ljóss sannleikans, til þess að fordæmi þeirra hafi áhrif á þá sem munu þá sjá þá sem fulltrúa Krists?RR 35.1

  Margir sem Guð hefur treyst fyrir efnum til að blessa aðra hafa látið það verða sér til falls, í stað þess að verða að blessun fyrir þá sjálfa og aðra. Getur það verið að sú eign sem Guð hefur gefið þér verði leyft að verða að ásteitingarsteini? . . . - R&H 21. júlí 1896.RR 35.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents