Fulltrúi húsbónda síns
Ráðsmaður er fulltrúi húsbónda síns. Hann tekur að sér ábyrgð ráðsmannsstöðunnar og hann verður að koma fram fyrir hönd húsbónda síns og gera það sem húsbóndi hans myndi gera ef hann væri með stjórnartaumana. Hagsmunir húsbónda hans verða hans eigin. Staða ráðsmannsins er virðingarstaða vegna þess að húsbóndinn treystir honum. Ef hann í einhverju breytir í eigingjarnan máta og snýr þeim ávinningum sem hann hefur fengið með því að versla með efni húsbónda síns sér í hag, hefur hann misnotað það traust sem honum hefur verið sýnt. - 9 T 246.RR 69.2
Eigingjörn ráðstöfun auðæfa sýnir að einstaklingurinn er ótrúr Guði og gerir ráðsmanninn óhæfan í æðri trúnaðarstöðu á himnum. - 6 T 391.RR 69.3