Sigur Krists
í eyðimörkinni mætti Kristur hinum miklu grundvallarfreistingum sem myndu mæta manninum. Þar stóð hann, einn síns liðs, augliti til auglitis við hinn brögðótta, slóttuga óvin og yfirbugaði hann. Fyrsta stóra freistingin snerist um fýsnir; önnur, um ofdirfsku; hin þriðja, um ást á heiminum. Kristi voru boðin hásæti og konungsveldi heimsins og dýrð þeirra. Satan kom með veraldarheiður, auðæfi og ánægju lífsins og setti þetta fram í mjög aðlaðandi ljósi til að tæla og blekkja. “Allt þetta,” sagði hann við Krist, “mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig.” Samt stóð Kristur gegn hinum brögðótta óvin og kom út úr þessu sem sigurvegari.RR 116.3
Maðurinn mun aldrei verða reyndur með freistingum eins sterkum og þeim sem Kristur varð fyrir . . .RR 116.4
Maðurinn lætur hrífast og tælast eftir brögðóttum leiðum til tortímingar.RR 116.5