Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Níundi Hluti—Efúrsókn eftir jarðneskum auðœfum

    Kafla 42—Hœttan við ágirnd

    Margir á meðal fólks Guðs eru sljóvgaðir af anda heimsins og afneita trú sinni með verkum sínum. Þeir rækta með sér ást á peningum, á húseignum og landareignum, þangað til það tekur upp allan huga þeirra og líf og útilokar elsku til skaparans og umhyggju fyrir sálum sem Kristur dó fyrir. Guð þessa heims hefur blindað augu þeirra. Áhugamál sem snerta eilífa hluti lúta í lægra haldi, og heili þeirra, bein og vöðvar eru nýttir til hins ýtrasta til að auka jarðneskar eigur þeirra. Og allt þetta safn áhyggna og byrða er borið í beinni andstöðu við Krist sem sagði: “Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir, og þar sem þjófar brjótast inn og stela.”RR 116.1

    Þeir gleyma að hann sagði einnig: “Safnið yður fjársjóðum á himni,” og að með því væru þeir að vinna sjálfum sér gagn. Fjársjóðurinn sem safnað er á himnum er öruggur. Enginn þjófur getur nálgast hann né mölur eytt honum. En fjársjóður þeirra er á jörðinni og hjarta þeirra er hjá fjársjóði þeirra.RR 116.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents