Sjötti Hluti—Örlœti í fátœkt
Kafla 34—Örlœúhrósað
Í þjónustustarfi sínu við söfnuðinn var postulinn Páll óþreytandi í tilraunum sínum til að kveikja löngun til að gera stóra hluti fyrir málefni Guðs í hjörtum þeirra sem höfðu tekið trú. Oft hvatti hann þá til að iðka örlæti . . . “Í öllu sýndi ég yður, að með því að vinna svo, verðum vér að taka að oss hina óstyrku og minnast orða Drottins Jesú, að hann sjálfur sagði: Sælla er að gefa en þiggja.” “En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega, mun og sparlega uppskera, og sá sem sáir með blessunum, mun og með blessunum uppskera. Sérhver gefi eins og hann hefir ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.”P 20. 35; 2 Kor 9. 6, 7.RR 94.1
Nærri því allir hinna trúuðu í Makedóníu voru fátækir af gæðum þessa heims, en hjörtu þeirra voru yfirfull af kærleika til Guðs og sannleika hans, og þeir gáfu með gleði til að styðja fagnaðarerindið. Þegar almennar gjafir voru teknar upp í söfnuðum, sem stofnaðir höfðu verið meðal heiðingjanna, til aðstoðar við gyðinglega trúbræður þeirra, var gjafmildi þeirra sem trú höfðu tekið í Makedóníu svo mikil, að athygli var vakin á því sem fordæmi fyrir aðra söfnuði. “En svo viljum vér, bræður, skýra yður frá þeirri náð Guðs, sem veitt hefir verið í söfnuðunum í Makedóníu, hversu ríkdómur gleði þeirra og hin djúpa fátækt þeirra hefir í ljós leitt ríkdóm örlætis hjá þeim, þrátt fyrir mikla þrenging, sem þeir hafa orðið að reyna. Ég get vottað það, hversu þeir hafa gjört það eftir megni - já, fram yfir megn, af eigin hvötum, þar sem þeir lögðu fast að oss og báðu um þá náð, að mega vera í félagi við oss um samskotin til hinna heilögu.2 Kor 8. 1-4.RR 94.2
Vilji Makedóníumanna til að fórna var ávöxtur heilshugar helgunar þeirra. Undir leiðsögn Heilags anda gáfu þeir sjálfa sig Drottni (2 Kor 8.5); eftir það voru þeir fúsir til að gefa örlátlega af efnum sínum til að styðja fagnaðrerindið. Það var ekki nauðsynlegt að hvetja þá til að gefa, heldur fögnuðu þeir yfir þeim forréttindum að mega neita sjálfum sér jafnvel um nauðsynlega hluti til að geta uppfyllt þarfir annarra. Þegar postulinn reyndi að stöðva þá, þrábáðu þeir hann um að veita gjöfum sínum viðtöku. í einfaldleika sínum og heiðarleika, og í kærleika sínum til bræðranna, neituðu þeir sjálfum sér fúslega um eitthvað og voru þannig auðugir í ávexti góðgirninnar.RR 94.3
Þegar Páll sendi Títus til Korintu til að styrkja hina trúuðu þar, lagði hann fyrir hann að byggja þann söfnuð upp í anda örlætisins. “En eins og þér eruð auðugir í öllu, að trú, og að orði og að þekkingu og í hvers konar áhuga og í elsku yðar til vor, svo skuluð þér og vera auðugir í þessari líknargjöf. En fullgjörið nú verkið, til þess að framkvæmdin standi ekki fúsleika viljans að baki, eftir því sem efnin leyfa. Því að ef viljinn er góður, þá er hver þóknanlegur, eftir því sem hann á til, en ekki eftir því sem hann á ekki til.” “En Guð er þess megnugur að láta alla náð hlotnast yður ríkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt, sem þér þarfnist, og hafið gnægð til sérhvers góðs verks, eins og ritað er: Hann miðlaði mildilega, gaf hinum snauðu, réttlæti hans varir að eilífu. En sá sem gefur sáðmanninum sæði og brauð til fæðu, hann mun og gefa yður sáð og margfalda það og auka ávexti réttlætis yðar, svo að þér verðið í öllu auðugir til hvers konar örlætis, sem fyrir oss kemur til leiðar þakklæti við Guð.” 2 Kor 8. 7, 11, 12; 9. 8-11.RR 95.1
Óeigingjörn gjafmildi sendi frumsöfnuðinn í gleðivímu, hinir trúuðu vissu að erfiði þeirra hjálpaði þeim til að senda boðskap fagnaðarerindisins til þeirra sem dvöldu í myrkri. Gjafmildi þeirra bar vitni um að þeir höfðu ekki veitt náð Guðs viðtöku til einskis. Hvað annað en helgun Andans gat framleitt slíka gjafmildi? Í augum trúaðra og vantrúaðra var þetta kraftaverk náðarinnar. - AA 342-344.RR 95.2