Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Misnotkun upphaflegs hœfileika

  Löngunin til að safna auðæfum er upprunaleg huglátssemi eðli okkar sem okkar himneski faðir hefur gróðursett þar í göfugu augnamiði. Ef auðjöfur, sem beint hefur allri orku sinni í það eitt að safna auði og sem er þrautseigur og iðinn í að auka við eignir sínar, er spurður eftir hvers vegna hann vinni þannig, gæti hann ekki gefið ástæðu fyrir því, ekki ákveðið markmið sem sé á bak við það að hann aflar jarðneskra fjársjóða og safnar að sér auði. Hann getur ekki tiltekið einhvern ákveðinn tilgang eða markmið sem hann hafi að stefnumarki eða einhverja nýja uppsprettu hamingju sem hann búist við að komast yfir. Hann heldur áfram að safna vegna þess að hann hefur beint öllum hæfileikum sínum og kröftum í þessa átt.RR 84.4

  í hinum heimsiega manni er löngun eftir einhverju sem hann ekki hefur. Hann hefur, fyrir atbeina vanans, notað hverja hugsun, sérhvern ásetning í þá átt að gera ráðstafanir varðandi framtíðina, og þegar hann eldist verður hann enn ákafari en nokkru sinni fyrr í að fá allt það sem hann getur mögulega komist yfir. Það er eðlilegt að hinn ágjarni verði ágjarnari eftir því sem nær dregur þeim tíma þegar hann missir tök á öllum jarðneskum hlutum. Öll þessi orka, þetta úthald, þessi einbeitni, þessi iðjusemi við að ná jarðneskum völdum er afleiðing af misbeitingu krafta hans að röngum hlutum. Sérhvern hæfileika hefði mátt rækta með þjálfun, upp að æðsta mögulega marki til að öðlast hið himneska ódauðlega líf og hina eilífu dýrð sem stórum yfirgnæfir allt. Venjur og athafnir hins veraldlega manns hvað snertir þrautseigju hans og krafta og nýtingu hans á sérhverju tækifæri til að bæta í sjóði sína, ætti að vera lærdómur þeim sem segjast vera börn Guðs og leitast eftir dýrð, heiðri og ódauðleika. Börn heimsins eru vitrari í sinni kynslóð en börn ljóssins og viska þeirra er fólgin í þessu: Markmið þeirra er jarðneskur ávinningur, og að þessu takmarki beina þau öllum kröftum sínum. Ó að þessi áhugi mætti einkenna þann sem sækist eitir himneskum auði. - R&H 1. mars 1887.RR 85.1

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents