I bókaforlaginu
Bókaútgáfustarfið var stofnað í sjálfsafneitun og ætti að reka eftir ströngum sparsemis-meginreglum. Hafa má stjórn á fjárhagnum ef starfsmennirnir eru reiðubúnir að gangast undir launalækkun þegar skortur er á fjármagni. Þetta var meginreglan sem Drottinn opinberaði mér að stofnanir okkar ættu að fylgja. Þegar fjármagn er í lágmarki, ættum við að vera fús til að draga úr þörfum okkar.RR 140.3
Skortur á hagsýni og ráðdeild mun vissulega stefna stofnunum okkar í skuldir. Jafnvel þó mikið fjármagn komi inn, tapast það í því sem sóað er hér og þar í hinum ýmsu deildum starfsins. Hagsýni er ekki níska. - 7 T 206, 207.RR 140.4