Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Tilkall ekkna og föðurlausra

    Það er ekki viturlegt að gefa án greinarmunar sérhverjum sem biður um aðstoð þína, því með því er mögulegt að við hvetjum til iðjuleysis, óhófsemi og eyðslusemi. En ef einhver kemur að dyrum þínum og segist vera hungraður, ættuð þið ekki að senda hann burtu tómhentan. Gefið honum eitthvað að eta af því sem þið hafið. Þið þekkið ekki kringumstæður hans, og vera má að fátækt hans sé afleiðing ógæfu.RR 91.2

    En á meðal þeirra sem hafa þarfir sem krefjast athygli okkar, eru það ekkjur og föðurlausir sem eiga sterkasta tilkall til ástríkrar samúðar okkar og umhyggju. “Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingum þeirra og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum.” Jk 1. 27.RR 91.3

    Og hvernig sér Drottinn um þá sem þurfandi eru? Hann framkvæmir ekki kraftaverk með því að senda manna frá himni. Hann sendir ekki hrafna með mat til þeirra en hann gerir kraftaverk í mannlegum hjörtum. Hann hrekur eigingirni úr sálinni, hann opnar uppsprettulindir góðgjörðarseminnar . . .RR 91.4

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents