Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Borgun með loforðsávísunum

    Á föstudagsmorgninum talaði ég um tíund. Þetta efni hefur ekki verið lagt fyrir söfnuðina eins og hefði átt að gera, og vanrækslan, ásamt fjárhagskreppu, hefur valdið greinilegri lækkun í tíund á síðasta ári. Á þessari ráðstefnu hefur málið verið gaumgæfilega rannsakað á hverjum fundinum á fætur öðrum . . .RR 59.3

    Einn bræðranna, tígulegur maður sem var fulltrúi frá Tasmaníu, kom til mín og sagði: “Það gleður mig að hafa heyrt þig tala um tíund í dag. Ég vissi ekki að þetta væri svona mikilvægt mál. Ég þori ekki að vanrækja þetta lengur.” Hann er nú að reikna út upphæð tíundarinnar fyrir síðustu tuttugu árin og segist ætla að greiða hana alla eins fljótt og hann geti, því hann geti ekki haft rán gagnvart Guði skráð í bækur himinsins þegar að dóminum kemur.RR 59.4

    Ein systranna sem tilheyrir Melbourne söfnuðinum hefur komið inn með ellefu pund [$54] sem ógoldna tíund sem henni hafði skilist að hún þyrfti ekki að greiða. Eftir því sem þeir hafa öðlast ljós, hafa margir gert játningu varðandi skuld sína við Guð og lýst yfir ákvörðun sinni að greiða þessa skuld . . . Ég lagði til að þeir legðu í fjárhirsluna loforðsávísun þess efnis að þeir greiddu fulla upphæð heiðarlegrar tíundar eins fljótt og þeir gætu fengið peninga til að gera það. Margir hneigðu höfuðin til samþykkis, og ég treysti því að á næsta ári munum við ekki, eins og nú, hafa tóma fjárhirslu. - Hr 4, 1893.RR 59.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents