Þörf á fjármálahœfileikum
Það þarf að leita eftir þeim sem tilheyra æðri stéttum þjóðfélagsins af alúð og í bróðurlegri umhyggju. Þessi hluti þjóðfé- iagsins hefur veriö of mikið vanræktur. Það er vilji Drottins að þeir sem hann hefur trúað fyrir miklum hæfileikum, heyri sannleikann með öðrum hætti en þeir hafa heyrt hann á liðnum tíma. Menn í viðskiptum, í ábyrgðarstöðum, menn með mikla uppfinningahæfileika og vísindalegt innsæi, menn með snilligáfu, eiga að vera meðal hinna fyrstu til að heyra kall fagnaðarboðskaparins.RR 80.4
Til eru leikmenn með skipulagshæfileika frá Guði sem þörf er á til að halda starfinu gangandi á þessum síðustu dögum. Ekki eru allir prédikarar; en þörf er á mönnum sem geta tekið að sér stjórn stofnana þar sem iðnaðarstarf er í gangi, mönnum sem geta verið leiðtogar og menntamenn í starfssvæðum okkar. Guð þarfnast manna sem geta horft fram á við og séð hvað gera þarf, manna sem geta starfað sem dyggir fjármálamenn, manna sem munu standa fastir á meginreglum eins og bjarg, á yfirstandandi tímamótum og í framtíðarógnum sem kunna að rísa. - R&H 8. maí 1900.RR 81.1