Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafla 51—Að aflétta skuldum af kirkjubyggingum

  Ég samgleðst ykkur í áformum ykkar um að aflétta skuldum af kirkjubyggingum ykkar. Hversu mikið hefði ekki mátt spara ef sérstakar ráðstafanir hefðu verið gerðar árlega í þessa átt. Það er engin nauðsyn á að samkomusalir okkar séu áfram í skuld ár eftir ár. Ef sérhver meðlimur safnaðarins gerir skyldu sína til þess að söfnuður hans sé skuldlaus, og iðkar sjálfsafneitun og sjálfsfórn fyrir Drottin Jesú, sem hefur keypt hann sér til eignar, mun hann heiðra Guð.RR 136.2

  Hinar miklu miðstöðvar Drottins, hans eigin hjálpartæki, ættu að vera lausar við skuldir. Á hverju ári svelgjast mörg pund*Ritað í Ástralíu. upp í vextina sem greiddir eru af skuldum. Ef þessum peningum væri öllum varið til að minnka höfuðstólinn, myndi skuldin ekki éta, og éta og éta áfram. Það er léleg og hörmuleg stjórnarstefna að fara út í skuldir. Ef fénu sem þarf til byggingarinnar væri fyrst safnað saman, með þrotlausu starfi, og kirkjan vígð skuldlaus - hversu miklu betra væri það ekki. Ó, ættum við ekki að gera það að reglu þegar við reisum Drottni hús, að leggja á okkur mikið og þrotlaust erfiði, svo að hægt sé að vígja það honum skuldlaust . . .RR 136.3

  Hinn æðsta heiður ætti að sýna húsi Guðs. Allt annað ætti að koma á eftir þessu . . .RR 137.1

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents